Færsluflokkur: Spaugilegt

Öfund!

Þetta er bara öfund hjá dönsku fréttamiðlunum.  Þeir hafa ekkert jafn bitastætt til að fjalla um og íslenskir fjölmiðlar.  Vandamál okkar er að vísu það að það nennir enginn íslenskur blaðamaður að gera neitt annað en þýða erlendar fréttir á milli þess sem hann er á Facebook.  Mér lísta alveg ljómandi vel á nýjasta form einkavæðingarinnar.  Ekkert að vera að fjölga of mikið ríkisstarfsmönnum mþa efla Fjármálaeftirlit og rannsóknarstofnanir heldur einkavæða rannsókn bankahrunsins og ráða einkaspæjara.  Ég sé fyrir mér Mike Hammer þar sem hann sötrar Móhító á gamla Rex að spyrjast fyrir um Glitnismenn eða á skuggalegum bar á Kólaskaga að spyrjast fyrir um Gísla Martein. Best væri að ráða Magnum PI til að kíkja til Tortola og J. Bond til að rannska asögur um gullrétti í Hong Kong.


mbl.is Stærsta svikamál frá stríðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru hagfræðingar gullgerðarmenn nútímans?

Það er ótrúlega gaman að fylgjast með og hlusta á hagræðinga tjá sig daginn út og daginn inn um ástandið.  Sumum finnst alveg augljóst að lágir stýrivextir muni laga gengi krónunnar á augabragði og aðrir tala sig rauða í framan og heimta háa stýrivexti til að laga gengi krónunnar.  Ég spyr því hvort hagræðingar , ég meina, hagfræðingar, séu gullgerðarmenn nútímans.  Það er kannski ekki hægt að hafa áhrif á gengi krónunnar.  Hún hefur sjálfstætt líf og ekki hægt að breyta vöxtum í gengi, svona rétt eins og það er ekki hægt að breyta blýi í gull.  Er ekki bara okkar eina vona að kasta krónunni og spara evruna? 

Konur eiga að vera með slæður fyrir andlitinu og ...

Konur eiga að vera með slæður fyrir andlitinu og hylja hár sitt.  Einnig að vera í síðum svörtum kuflum.  Þetta er það sem femínistar vilja en hljómar samt eitthvað kunnuglega, ég kem því bara ekki alveg fyrir mig hvar ég hef heyrt um þetta áður.
mbl.is Ósátt við auglýsingabækling
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég er harmi sleginn yfir þessari fyrirsögn

Prentvillupúkinn dugir ekki einn og sér. Blaðamenn þurfa helst að kunna íslensku.


mbl.is Pétur er harmi lostinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Furðulegt mál

Vissu skólastjórnendur ekki að þeir voru búnir að hafna þessum umsækjanda?  Hann yrði hugsanlega mjög afkastamikill en ekki að sama skapi frumlegur í starfi þar sem hann tæki teikningar annarra og skeytti við sína undirskrift.  Á hinn bóginn þá þarf töluvert hugmyndaflug, áræðni, frumlegheit og sannfæringarkraft til að gera svona lagað sem er væntanlega akkúrat það sem margir vilja sjá hjá arkítektum og hönnuðum.
mbl.is Íslendingur sakfelldur fyrir skjalafals í Árósum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alvöru Kreppukort væri fyrirframgreitt krítarkort

Alvöru Krepppukort væri fyrirframgreitt Kreditkort ef hægt er að tala um slíkt.  Það væri með öllum þeim möguleikum sem venjulegt krítarkort hefur en notandinn þyrfti að leggja inn á reikning og innistæðan væri heimildin á kortinu.  Þannig safnast innvextir í stað útvaxta.  Þar sem vextir á útlánum eru mjög háir þá vilja bankar og kreditkortafyrirtæki gera allt sem í þeirra valdir er til að fá okkur til að nota krítarkort.  Þeirra draumur eru greiðsludreifingar því vextir og kostnaður við það er hærri en "hæstu leyfilegu dráttarvextir".   Það ætti eiginlega að kalla nýja kortið "Skjaldborgarkortið" því hátt vaxtastig í landinu heldur heimilum og  fyrirtækjum í landinu í heljargreipum.
mbl.is „Kreppukortið“ kemur á markað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ferguson sigrar Benitez á Google!

Við að slá inn "alex ferguson" þá fær maður 5.450.000 "hit" en við að slá inn "rafa benitez" fær maður einungis 2.600.000 "hit".  Það er því ljóst að Ferguson fer enn einu sinni með sigur af hólmi.  Við að slá inn "olafur gislason" þá fær maður 1.750.000 "hit" sem kemur þægilega á óvart en ekki vil ég eigna mér nema örlítið brotabrot af því.
mbl.is Ferguson undrandi á Benítez
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einungis hægt að selja það sem maður á

Vandamál "kvótaeigenda" er það að sá sem seldi þeim átti hann aldrei.  Þetta er álíka og ef ég fengi einbýlishús til afnota ótímabundið og tæki síðan upp á að veðsetja það gegn láni til að kaupa afnotarétt af húsinu við hliðina af öðrum sem ekki ætti það hús og byrja einnig að fara með það sem mitt eigið.  Í framhaldinu stofna ég almenningshlutafélag um húsin og sel hluti í því og kaupi mér svo sumarhús á Spáni, nýjan bánka og baðströnd og skúffu á Tortola.  Þetta er svona álíka og ef fólkið sem leigir á Keflavíkurflugvelli tæki upp á því að byrja að veðsetja og selja sem sitt eigið og af því að þetta er heilt hverfi og þau eiga upp í ermina hjá ráðandi stjórnmálamönnum þá er ekki gerð nein athugasemd við það.

 

 


mbl.is „Eigandinn heldur áfram að borga“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er hyldýpi fyrir neðan krónuna?

Hvað er að gerast með krónuna?  Pundið sem var rúmlega 150 kall fyrir rúmlega 2 mánuðum er komið vel yfir 200 kallinn, þetta er 33% hækkun?  Hvernig á að lifa í landi sem er með slíkan óstöðugleika í gengismálum?  Ef fram heldur sem horfir þá mun almenningur taka einhliða upp annan gjaldmiðil mþa flytja einfaldlega úr landi, hér er varla orðið byggilegt.

Það er að koma í ljós að við vorum í höndunum á glæpamönnum og fjárhættuspilurum og í einfeldni okkar þá trúðum við og treystum því sem "virtir" fjármálasérfræðingar, bánkamenn og lands-feður og mæður sögðu um ástandið allt fram á síðasta dag.

 


mbl.is Krónan veiktist um 0,8%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mikill er máttur okkar Íslendinga

Já mikill er máttur okkar Íslendinga að fella fjármálakerfi heimsins.  Íslendingar tóku of stór lán af illmennsku en Bretar fengu of stór lán í sakleysi.  Íslendingar lánuðu of mikið af illmennsku en Bretum er skuldað of mikið í sakleysi.  Hvað haldið þið að Breskir fjármagnseigendur og fjárfestar hafi tapað miklu við yfirtöku (aðstoð, hehe) Breska ríkisins á Breskum bönkum eins og t.d. Royal Bank of Scotland?  Það á örugglega eftir að koma í ljós að þeir sem t.d. lögðu inn á IceSafe hafi tapað minna en ef þeir hefðu t.d. fjárfest í "stöndugum" bönkum og fyrirtækjum.  Við erum bara einn allsherjar blóraböggull og getum ekki varið okkur og komið  okkar sjónarmiðum fram á alþjóðavettvangi af einhverjum aumingjaskap og ráðaleysi.
mbl.is Hvar eru íslensku gulldrengirnir?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Ólafur Gíslason

Höfundur

Ólafur Gíslason
Ólafur Gíslason
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • 336725_zoom

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband