7.4.2009 | 19:57
Bara önnur (ein) hliðin á sögunni...
Einhvern veginn þá á ég erfitt með að trúa þessum Íslendingasögum. Ég hef ferðast oft til Bretlands síðan bankahrunið varð og aldrei hef ég orðið fyrir aðkasti vegna þjóðernis. Ef eitthvað er þá vorkenna þeir okkur vegna aðstæðna okkar. Bretar hafa sjálfir orðið fyrir barðinu á vandamálum sinna eigin banka og efnahagstandinu heima fyrir og vita alveg að þetta hefur ekkert með þjóðerni að gera. Ég veit svo sem ekkert um aðstæður í þessu tilfelli en það er alger óþarfi að vera að búa til eitthvað "við" og "þau" ástand og viðhorf hjá okkur Íslendingum. Ef við ætlum að vinna okkur út úr þessum erfiðleikum þá verður það í samvinnu en ekki stríði við aðrar þjóðir.
![]() |
Var rekin vegna þjóðernis |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.4.2009 | 22:12
Tortola - British Virgin Islands?
Hvað með þessar eyjar? Voru 21. aldar víkingarnir svo séðir að velja skattaskjól sem sést ekki á korti OECD og G20? Annars hljómar nú G20 eins og týpískt eignarhaldsfélag frá Íslandi og er örugglega skráð á Tortola, eða fór það á hausinn og var keypt af G21?
![]() |
OECD birtir skattaskjólalista |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.4.2009 | 19:24
Bara tvöfaldur bílskúr að Eyðilæk og ekkert þyrluskýli?
Það er nú hálf skammarlegt að hafa ekki stærri bílskúr í svona annars íburðarmiklu sloti. Miðað við 5 baðherbergi og 2 gufuböð þá dugir væntanlega ekki minna en ferfaldur bílskúr því það þarf að vera hægt að geyma báða bílana, fjórhjólin, mótorhjólin og vélsleðana. Ennig sakna ég þess sárlega að það sé ekkert þyrluskýli á bænum. Hver teiknaði þetta eiginlega?
![]() |
200 milljóna veð í sveitasetri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.4.2009 | 12:13
Hvaða pólitíkusar áttu stofnbréf og seldu?
Það væri nú gaman að vita hvaða pólitíkusar hafi átt [lesist fengið gefins] stofnbréf í einhverjum sparisjóðum og síðan selt fyrir milljónir og milljónatugi stykkið. Það er að koma í ljós að "Fé án hirðis" var einfaldlega "hirt".
![]() |
Spurði um sölu á SPRON til MP |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.4.2009 | 12:05
Dæma fyrir brot á bankaleynd og samdægurs fyrir að stela 70 þús...
Það á að fara á eftir fólkinu sem er að upplýsa okkur um sukkið og svínarí-ið og einnig var einhvert karlgrey dæmt samdægurs fyrir að taka sér 70 þúsund kall.
Hvað með alla þá sem lánuðu og skömmtuðu sér og sínum ótæpilega úr sjóðum og hirzlum almenningshlutafélaga?
![]() |
Brutu þau bankaleynd? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
31.3.2009 | 23:37
Kútur, korkur og björgunarbátur líka
Það er að koma í ljós að það dugir ekki einu sinni að hafa kút og kork til að halda krónunni heldur þarf líka björgurnarbát og væntanlega í framhaldinu köfunarbúnað þegar hún sekkur undir yfirborðið. Annaðhvort þarf að kenna krónunni að synda af sjálfsdáðum eða þá að hún drukknar.
![]() |
Sér ekki á svörtu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
31.3.2009 | 16:15
Hver var þessi endurskoðandi félagsins?
Það ætti að upplýsa hvaða endurskoðandi skrifaði upp á þetta.
![]() |
Samson greiddi fé til Tortola |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
31.3.2009 | 16:12
Með "sett" úr ryðfríu stáli
... 10 milljarða þá átt þú hann.
![]() |
Vextir lána til VBS og Saga tvö prósent |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.3.2009 | 16:13
Hvað með eignir og skuldir?
Hvað eiga þau og hverjir eiga þau, ég meina, hverjum skulda þau?
![]() |
Engin hagsmunatengsl |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ólafur Gíslason
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar