Á maður að hlæja eða gráta?

Ég veit satt best að setja ekki hvort ég á að hlæja eða gráta yfir hve Fjármálaráðherra landsins er gersamlega úr takt við raunveruleikann.  Venjulegt fólk í hans huga er kannski bara fólk sem á ekki neitt og skuldar ekki neitt en það eru þeir einu sem ekki hafa misst neitt af sínum persónulegu eignum.  Flestir ef ekki allir Íslendingar eru í lífeyrissjóðum og þar liggur fyrir að mikill eignabruni hefur orðið, hann kannski man ekki eftir svoleiðis smámunum því það er svo mikið að gera við að bjarga bönkum og fjármagnseigendum og gera samninga um Icesave og sækja um inngöngu í ESB.  Svona yfirlýsing er köld vatnsgusa framan í þjóðina og fyllir mann vonleysi og reiði.  Burt með þessa gagnslausu, aðgerðarlausu og veruleikafirrtu ríkisstjórn.
mbl.is „Ekki hjá venjulegu fólki“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er Reykáss-stjórnin við völd?

Er Reykáss-stjórnin við völd? Þau kúventu öll við úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Fyrir var þetta skuld sem breyttist í ölögmæta kröfu í einni svipan...
mbl.is Bretar og Hollendingar brotlegir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kann Samherji ekki á VISA?

Þvílíkt endemis bull er þessi frétt.  Starfsmennirnir gátu allir farið með greiðslukortin sín og tekið út hægri/vinstri og síðan fengið endurgreitt í Íslenskum krónum. 
mbl.is Gengu milli banka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki 11-12% hækkun á tekjum?

Alveg er þetta týpísk hálf-tómt framsetning á frétt.  Af hverju er talað um þetta í neikvæðum tón sem hækkun á kostnaði en ekki í jákvæðum tón sem hækkun á tekjum?  Er það af því að miðill þessi hefur hag af þvi að halda launum niðri, ég bara spyr?


mbl.is 11-12% hækkun launakostnaðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aðrir taka á sig launalækkanir...

Almenningur má búa við það að taka á sig launalækkanir og aukið álag í kjölfar hrunsins.  Á sama tíma hækka allar álögur og skattar og nú fær elítan launahækkun sem væntanlega veltist yfir á almenning í formi "Elítuskatts"...
mbl.is Dómarar fá 101.000 kr. launahækkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í hvaða landi búa þessir þingmenn?

Það er fjöldinn allur af innflytjendum sem bíða eftir að fá ríkisborgararétt og svo á að gefa réttinn til manneskju sem engin tengsl hefur við landið?  Maður skyldi ætla að Norðmenn þekki þetta mál eitthvað betur en þessir tveir sem sóa tíma og orku alþingismanna í sona vitleysu.  Ef þeir ætluðu að slá sig til riddara þá hjuggu þeir af sér fótinn og ég reikna nú með að Norðmenn kunni þeim líka litlar þakkir fyrir.  Enn eitt klúðrið og fáviskan frá Austurvelli á Íslandi sem vonandi kemst ekki í heimsfréttirnar.
mbl.is Maria Amelie verði Íslendingur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mamma! Þeir voru so vondir vimmig!

Spariklæddir og kurteisir Norðmenn í góðum fílíng urðu furðu og skelfingu lostnir þegar íslendingar fóru að reyna að stöðva sóknir þeirra og jafnvel brjótast í gegnum varnir þeirra til að koma skotum á Norska markið.  Þessu hafa þeir aldrei kynnst fyrr og eiga varla til orð til að lýsa fantaskap Fannskerjunga.  Slíkar yfirlýsingar henta okkur mjög vel og slá andstæðingum skelk í bringu því nútima handbolti er eiginlega bardagaíþrótt.  Árangur liðsis er vægast sagt frábær og karakterinn og stemmningin í og kringum liðið er frábær.  Áfram Ísland!
mbl.is Norðmenn kjöldregnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hagsmunaárekstrar?

Er það bara ég eða eru þetta ekki hagsmunaárekstrar?  Landsliðsþjálfari sem er einvaldur um val á leikmönnum er á sama tíma að ráða landsliðsmenn til liðs við sig hjá félagsliði...


mbl.is „Gummi vildi fá mig“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Karakter og góð þjálfun!

Þetta var glæsileg frammistaða, takk fyrir!  Að vinna upp stórt forskot grimmra Austuríkismanna lýsir miklum karakter og frábærri þjálfun. Mæta einbeittir í næsta leik því það er ekki víst að hjörtu landsmanna þoli aftur svona spennu og viðsnúning.
mbl.is Frábær síðari hálfleikur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Æi, hver á að trúa sona bulli?

Nú snýst ég við og fer að styðja ní-menningana þó maður sé á móti atlögu að friðhelgi Alþingis en nú er komin skítalykt af málinu...
mbl.is Aðeins bútur til af myndskeiði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Ólafur Gíslason

Höfundur

Ólafur Gíslason
Ólafur Gíslason
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 336725_zoom

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 534

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband