30.9.2009 | 23:41
Gefa út ríkisskuldabréf og prenta krónur, ekki meiri skatta
Nú á ríkissjóður að gefa út ríkisskuldabréf, hægri/vinstri og afla sér peninga og útvega fjárfestingatækifæri sem lítil eru núna. Ekki fara út í skattahækkanir sem taka peninga úr umferð. Nú gildir að reyna að snúa hjólunum áfram og velta krónum og ná þannig upp atvinnu og þar með óbeinum sköttum. Nú þarf að blása til sóknar og hleypa lífi og bjartsýni í þjóðina sem hefur nú svo sem lent í alls konar þrengingum áður og staðið þær af sér. Menn verða að átta sig á þvi að eigið fé margra íslendinga er svo gott sem horfið og þar með átthagafjötrarnir. Ef skattar verða hækkaðir ofan í áföllin sem yfir fólk hafa gengið þá munu duglegir, velmenntaðir, hugmyndaríkir, áræðnir og velþjálfaðir skattgreiðendur fara á netið og kaupa sér miða aðra leiðina út í heim. Hver á þá að borga skuldir þjóðarinnar? Essasú?
Niðurskurður er óhjákvæmilegur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Spaugilegt | Facebook
Um bloggið
Ólafur Gíslason
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.