18.7.2009 | 09:29
Hversu lágt er hægt að leggjast?
Bókmenntafélagið "Mál og menning" virðist vera að hrekja gamalgróna verslun Bókabúð Máls og Menningar úr húsnæði sínu. Gátu þeir nú ekki fundið frumlegra nafn, ætla sér greinilega að skreyta sig með annarra manna fjöðrum? Mér sýnist nýja Ísland ekkert vera betra en það gamla. Ég veit um annað dæmi þar sem loka varð blómabúð því ríkisbanki hrakti eigendur úr húsnæði sínu því hann þurfti að nota það fyrir eitt af fyritækjum sínum. Kennitöluflakk og sala á fyrirtækjum með afföllum til vina og vandamanna er einnig í algleymingi. Æi, mér líst ekki alveg á blikuna.
„Hrein og klár viðskipti" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Spaugilegt | Facebook
Um bloggið
Ólafur Gíslason
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvað ætti svosem að breytast ?
það er ennþá sama fólk að hygla sínum og það breytist ekki meðan 4ra flokka kerfið er við líði.
Það skiptir engu máli hvaða lið situr á Alþingi, og þeir sem voga sér að reyna að "fara eftir sannfæringu sinni" eru bara teknir á teppið og hótað !
Birgir Örn Guðjónsson, 18.7.2009 kl. 10:03
Að væna Árna Einarsson - starfsmann/og forsvarsmann Máls og menningar til ótal margra ára um þá lágkúru sem fram kemur í blogginu hér fyrir ofan - er lágkúra.
Árni á STÓRAN þátt í sögu Máls og menningar og sá þáttur er allur jákvæður.
Ólafur Ingi Hrólfsson, 18.7.2009 kl. 10:41
Það vantar alveg inn í fréttina ef svo er. En finnst þér ekkert skrítið að opna búð á sama stað með nærri því sama nafni og það af starfsmanni eða fyrrverandi starfsmanni burtséð frá sagnfræði? Minnir soldið á ísbúðina í Álfheimum sem hraktist inn í Fen.
Ólafur Gíslason, 18.7.2009 kl. 15:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.