4.6.2009 | 16:11
Ég er harmi sleginn yfir þessari fyrirsögn
Prentvillupúkinn dugir ekki einn og sér. Blaðamenn þurfa helst að kunna íslensku.
Pétur er harmi lostinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Spaugilegt | Facebook
Um bloggið
Ólafur Gíslason
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvað meinarðu?? Hver er munur á að ljósta eða slá?
Ragnar Lundberg, 4.6.2009 kl. 17:29
Fyrirsögnin er tilvitnun í Pétur Blöndal... og því ekki við blaðamann að sakast.
... og jafnvel þótt við segjum almennt "þrumu lostinn" og "harmi sleginn" þá má orðstakkurinn ekki vera svo þröngur að sögnina ljósta megi ekki nota í stað sagnarinnar að slá... kemur út á eitt í raun.
GRÆNA LOPPAN, 4.6.2009 kl. 17:31
Þér dettur semsagt til hugar að nota harmi lostinn? Eða kæmi þér það ekki í hug? Ég er einfaldlega þeirrar skoðunar að það eigi að reyna að halda í góðar málvenjur en ekki vera að blanda þeim saman í graut. Ég bið blaðamannin afsökunar því ég nennti hvorki að hlusta á né lesa fréttina og vissi því ekki að hann var að vitna í Pétur Blöndal. Eða átti ég að segja "hvorki" "eða" fyrst við erum farin að rugla eða kannski "bæði" "né" ?
Ólafur Gíslason, 4.6.2009 kl. 20:42
Pétri Blöndal datt það í hug... og þar með er málið útkljáð, eins og þú segir sjálfur.
Síðan heitir fréttamaðurinn Þóra Kristín og var nýverið kosin formaður Blaðamannafélags Íslands.
GRÆNA LOPPAN, 4.6.2009 kl. 21:41
Ég er furðu sleginn yfir þessu öllu saman og óska Þóru Kristínu til hamingju með kosninguna.
Ólafur Gíslason, 5.6.2009 kl. 08:29
...og blaðamannaverðlaunin í ár...
GRÆNA LOPPAN, 6.6.2009 kl. 16:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.