16.4.2009 | 06:13
Rauð hlutabréf á mörkuðum?
Sérstakur saksóknari á Íslandi rannsakar nú orðróm sem orðið hefur til þess að fólk kaupir hlutabréf í bönkum dýrum dómi. Orðrómurinn er þess efnis að í þeim sé að finna gull. Enn hefur hins vegar ekki verið sannað að hagnaður banka sé annað en þjóðsaga.
Fólkið virðist trúa því að hægt sé að selja hlutina aftur fyrir milljónir króna, jafnvel í minnstu skömmtum. Einnig að hægt sé að búa til einbýlishús og fara í utanlandsferðir með þeim. Brotist hefur verið inn á sparisjóði og stofnbréfum stolið auk þess sem Singer&Friedlander hlutir hafa selst á allt að 50 þúsund milljónir.
Einnig hafa heyrst sögur af því að fólk vafri um netið á farsímum sínum til að fylgjast með gengi hlutanna og trúi því að með því geti það séð hvort þeir innihaldi gullið.
Yfirvöld gera nú hvað þau geta til að kveða niður orðróminn og komast að rótum hans
Rautt kvikasilfur í saumavélum? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 06:16 | Facebook
Um bloggið
Ólafur Gíslason
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.