Bara önnur (ein) hliðin á sögunni...

Einhvern veginn þá á ég erfitt með að trúa þessum Íslendingasögum.  Ég hef ferðast oft til Bretlands síðan bankahrunið varð og aldrei hef ég orðið fyrir aðkasti vegna þjóðernis.  Ef eitthvað er þá vorkenna þeir okkur vegna aðstæðna okkar.  Bretar hafa sjálfir orðið fyrir barðinu á vandamálum sinna eigin banka og efnahagstandinu heima fyrir og vita alveg að þetta hefur ekkert með þjóðerni að gera.  Ég veit svo sem ekkert um aðstæður í þessu tilfelli en það er alger óþarfi að vera að búa til eitthvað "við" og "þau" ástand og viðhorf hjá okkur Íslendingum.    Ef við ætlum að vinna okkur út úr þessum erfiðleikum þá verður það í samvinnu en ekki stríði við aðrar þjóðir.
mbl.is Var rekin vegna þjóðernis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bumba

Fyrirgefðu Ólafur, hefurðu unnið á vinnumarkaði í þessum löndum sem þessir Icesave krimmar iðkuðu iðju sína? Ég er ansi hræddur um að það kæmi annað hljóð í strokkinn ef þú hefðir gert það. Með beztu kveðju.

Bumba, 7.4.2009 kl. 22:24

2 Smámynd: Ingunn Guðnadóttir

samvinna segirðu.

En verður það þá ekki að vera samvinna frá báðum hliðum??

Ingunn Guðnadóttir, 7.4.2009 kl. 23:29

3 identicon

Elsku vinur. Ég kann virkilega að meta það að það eru tvær hliðar á öllum málum. Þessvegna reyndi ég að fara í mál við þetta lið!

Ég er búin að búa og starfa hér úti í að verða 7 ár,  ég er búin að vinna eins og skepna hér. Ég er búin að vinna mér inn öll réttindi. Sem einstætt foreldri, búin að vinna 14 klt á sólahring í 6 ár.

Ég á þetta ekki skilið.

Ef þú efast um sögu mína er þér velkomið að hringja í mig í síma 00447828684220..

Sigrún

Sigrún Björk Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 8.4.2009 kl. 00:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólafur Gíslason

Höfundur

Ólafur Gíslason
Ólafur Gíslason
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 336725_zoom

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband