Ég held að menn séu að ofmeta mátt forsetans.

Ég held að menn séu að ofmeta mátt forsetans.  Vilduð þið fara til lands þar sem er eldgos í gangi sem lokar öllum flugvöllum Evrópu reglulega, truflar flugsamgöngur hinu megin á hnettinum og hvaðan fréttamenn eru stöðugt að birta myndir þar sem þeir eru inni í svarta-ösku-skýi?   Ég persónulega myndi bíða í amk 1 ár og sjá til næsta ár.
mbl.is Dýrkeypt yfirlýsing forsetans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Góður punktur.

Sigurður Haraldsson, 27.4.2010 kl. 11:30

2 Smámynd: Arnar Steinn

Sem einhver sem þekkir til ferðabransans á Íslandi get ég sagt ykkur að þessar yfirlýsingar Óla eru búnar að kosta fyrirtækin hundruðir milljóna. Daginn eftir viðtalið við BBC stoppaði ekki síminn hjá stærstu fyrirtækjunum því fólk var afbóka ferðir alveg fram á haust og tók engum rökum. Menn verða að hugsa áður en þeir tala.

Arnar Steinn , 27.4.2010 kl. 12:07

3 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Sæll Ólafur,

Sammála. 

Arnar:  Ég leyfi mér að stórefast um að þessi viðtöl hafi kostað "hundruð milljóna" eða "tugi milljarðar" eins og þú og fleiri hafa haldið fram.  Hér var stanslaus umræða um eldgosin í sjónvarpi, blöðum og útvarpi alveg frá því byrjaði að gjósa á Fimmvörðuhálsi og var farið að tala um hættu á Kötlugosi innan við sólarhring eftir að Fimmvörðuháls byrjaði.  Flugi var aflýst í Evrópu í lengri tíma og fleiri flugferðum, heldur en eftir hryðjuverkaárásirnar 2001.  Að halda því fram að þetta hafi ekki haft nein áhrif en allt hafi farið upp í loft yfir því sem Ólafur sagði er fásinna.  Ólafur sagði ekkert sem hafði ekki verið í umræðunni vikum saman hérna úti og ekkert sem hann sagði hefur komið á óvart.  Þetta er ósköp einfalt mál:  Mesta röskun í millilandaflugi í sögunni varð eftir gosið í Eyjafjallajökli.  En samkvæmt ferðamálafrömuðum á Íslandi hafði það engin áhrif, en nokkrar setningar sem ÓRG sagði setti allt um koll.  Það virðist sem að ruglið undanfarin ár hafi rænt Íslendinga öllum möguleikum á því að hugsa rökrétt. 

Kveðja,

Arnór Baldvinsson, 27.4.2010 kl. 20:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólafur Gíslason

Höfundur

Ólafur Gíslason
Ólafur Gíslason
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 336725_zoom

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 442

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband